16. nóv
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í FSHAlmennt - - Lestrar 76
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.
Dagurinn var haldinn hátíðlegur á sal Framhaldsskólans á Húsavík og á vef skólans segir að nemendur og starfsfólk hafi komið saman á sal skólans og keppt í leikjum og þrautum í anda Kappsmáls.
Kappsmál er skemmtiþáttur um íslenskra tungu sem sýndur er í sjónvarpi allra landsmanna RÚV á föstudögum.
Ásta Svavarsdóttir íslenskukennari við FSH hafði sett saman þrautir og leiki og skipað í þrjú lið. Nemendur skipuðu tvö lið og starfsmenn eitt. Þetta var mikil og spennandi keppni, en það fór þó svo að lokum að lið starfsmanna hafði sigur úr býtum.