Dagmálalág snjólaus síðdegis 26 júní þetta árið

Eftir glaðasólskin og hlýindi síðustu daga gaf Fönnin í Dagmálaláginni verulega eftir og var að fullu horfin síðdegis þann 26. júní 2012.

Dagmálalág snjólaus síðdegis 26 júní þetta árið
Aðsent efni - - Lestrar 731

Tekið 7:30 að morgni 26. júní.
Tekið 7:30 að morgni 26. júní.

Eftir glaðasólskin og hlýindi síðustu daga gaf Fönnin í Dagmálaláginni verulega eftir og var að fullu horfin  síðdegis þann 26. júní 2012.  

Var það staðfest endanlega um kvöldið  með vísindaferð upp á topp, en fyrir miðnætti læddist þoka yfir Húsavíkurfjallið og er enn nú í morgunsárið þannig að ástæða er að koma þessum tíðindum á framfæri til að þeir fyrir neðann Bakkann geti hafi róðra samkvæmt hefð !

Dagmálalágin varð sem sagt snjólaus þetta árið síðdegis þriðjudaginn 26. júní 2012.

Að venju var spáð um atburðinn í aprílmánuði á kaffistofunni á 3.hæðinni í Kaupfélagshúsinu eins og skráðar heimildir eru til um  s.l. 37 ár, spámenn voru um 30 og á þeim tíma voru skoðanir manna mjög misvísandi og spár allt frá 17.júní og fram í fyrstu viku ágúst.

Nú þegar Fönnin hvarf stóðu enn eftir yfir 20 spámenn sem voru nokkuð svartsýnir í apríl, en spámaður ársins var Hjálmar Ingimarsson, kaupmaður í Tákn, sem spáði að fönnin yrði öll  26.júní 2012

Gleðilegt sumar og ósk um gott fiskirí á Skjálfanda í sumar.

Egill Olgeirsson.

Dagmalalag

Hér gefur að líta stöplarit sem sýnir hvenær snjór hefur farið úr Dagmálalág allt frá árinu 1976. Með því að smella á myndina má stækka hana.

 




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744