02. okt
Covid smit meðal nemenda BorgarhólsskólaAlmennt - - Lestrar 272
Staðfest hafa verið Covidsmit meðal nemenda Borgarhóls-skóla á Húsavík.
"Nemendur og starfsfólk viðkomandi teyma fara í sóttkví samkvæmt fyrir-mælum frá smitrakningar-teymi almannavarna.
Við óskum eftir að allir hugi vel að persónulegum sóttvörnum næstu daga.
Nemendur komi ekki í skólann hafi þeir einhver af eftirtöldum einkennum: hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, höfuðverkur, bein-/vöðvaverkir, skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, kviðverkir og niðurgangur". Segir í tilkynningu frá Borgarhólsskóla.
Með því að smella hér má finna leiðbeiningar varðandi börn í sóttkví. Allar nánari upplýsingar má finna á covid.is