Cinema Paradiso í Túni í kvöld

Í kvöld ætlum við í bíóklúbbnum að sameinast yfir verðlaunamyndinni Cinema Paradiso og við bjóðum öllum 16 ára og eldri að koma og njóta kvöldsins með

Cinema Paradiso í Túni í kvöld
Aðsent efni - - Lestrar 537

Í kvöld ætlum við í bíóklúbbnum að sameinast yfir verðlaunamyndinni Cinema Paradiso og við bjóðum öllum 16 ára og eldri að koma og njóta kvöldsins með okkur.
 
Myndin er sannkallað meistaraverk og hlaut Óskar, Golden Globe og BAFTA verðlaunin þegar hún kom út árið 1988. Philippe Noiret, Enzo Cannavale og Antonella Attili eru í aðalhlustverkum.
Æskan, vinskapur og endalausir töfrar kvikmyndanna sameinast yndislegri tónlist Ennio Morricone og má því reikna með því að vasaklúturinn komi að góðum notum í kvöld.
 
Húsið opnar kl. 20:00 og sýningin hefst kl. 20:30, það kostar ekkert inn, popp og kók í sjoppunni, vel tilkeyrðir sófar, ilmandi teppi og notalegheit og það besta af öllu, EKKERT HLÉ!
 
Kv. Helga Björg

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744