03. feb
Brúin yfir Jökulsá opin í birtuAlmennt - - Lestrar 83
Tekin hefur verið ákvörðun að opna aftur Hringveg um Mývatns og Möðrudalsöræfi sem lokað var í gær.
Takmarkanir verða með sama hætti og sl. viku, þ.e. að opið verður og gæsla höfð á svæðinu við Jökulsárbrú frá kl. 09:00-18:00, en alveg lokað utan þess tíma.
Greint er frá þessu á facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Fram kemur að ákvörðunin gildi fram á næsta föstudag, 5. febrúar.