Brennið þið vitar

Ásdís Sif Gunnarsdóttir fæst við myndbanda- og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Með hjálp nýjustu tækni endurvekur

Brennið þið vitar
Almennt - - Lestrar 111

Vitinn við Kópasker. Ljósm. JSS
Vitinn við Kópasker. Ljósm. JSS
Ásdís Sif Gunnarsdóttir fæst við myndbanda- og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Með hjálp nýjustu tækni endurvekur hún fornar goðsagnir og ræður áhorfendum heilt. Sem dæmi bauð hún fólki  á tímabili að slá á þráðinn til sín á Skype og flutti þeim persónulegan gjörning undir heitinu "Performance Call Girl". Hún sýnir í hinum ferstrenda og glæsilega vita sem stendur á sléttunni við Kópasker í Öxarfirði.

 

Ásdís Sif er fædd 1976 og hún nam myndlist bæði í New York og í Los Angeles. Hún var einn leikstjóra kvikmyndarinnar "Háveruleiki" sem frumsýnd var á síðasta ári. Nýlegar sýningar telja "It´s Not Your Fault" í Luhring Augustine galleríinu í New York, "Nuna" listahátíðin í Winnipeg og var hún fyrsti listamaðurinn til að sýna í hinu nýja Gallerí Ágúst á Nönnugötu árið 2007.

Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíðu hennar http://www.asdissifgunnarsdottir.com/

Opnunartímar á sýningunni í Kópaskersvita verða sem hér segir:

17. - 31. maí daglega (utan mánudaga) kl. 13:00 - 18:00

1. júní - 2. ágúst, fimmtudaga - sunnudga kl. 13:00 - 18:00


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744