Bleika slaufan til forvarnar

Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum hjá konum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá

Bleika slaufan til forvarnar
Almennt - - Lestrar 79

Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabba-meinum hjá konum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. 
 
Hjá konum spila skimanir fyrir krabbameinum einna stærsta hlutverkið. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.

Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir almenningur og fyrirtækin í landinu Krabbameinsfélaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra.
 
Bleika slaufan 2022 er hönnuð af Orrifinn Skartgripum sem er skartgripamerki Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasonar. Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merkingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju. 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744