17. mar
Björn Þorfinnsson sigraði á afmælismóti GoðansÍþróttir - - Lestrar 103
Tuttugu ára afmælismóti Goðans lauk í gær í Skjólbrekku í Mývatnssveit, með naumum sigri alþjóðlega meistarans Björns Þorfinnssonar.
Enski stórmeistarinn Simon Williams varð sjónarmun á eftir Birni með fimm vinninga af sex mögulegum eins og Björn.
Bragi Þorfinnsson bróðir Björns, varð í þriðja sæti með 4,5 vinninga og Dagur Ragnarsson fjórði einnig með 4 vinninga.
Þar á eftir komu 8 keppendur með 4 vinninga.
Hópmynd af keppendum sem John Borrega tók