30. nóv
Björn S. Lárusson ráðinn skrifstofustjóri LanganesbyggðarAlmennt - - Lestrar 316
Björn S. Lárusson hefur verið ráðinn nýr skrifstofustjóri Langanesbyggðar og hefur hann störf í byrjun næsta árs.
Í tilkynningu á vef Langanes-byggðar segir að Björn hafi fjölþætta fjölþætta reynslu og menntun að baki.
"Hann er með B.Sc. próf í viðskiptafræðum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst með áherslu á markaðsmál og stjórnun.
Hann hefur starfað sem markaðs- og atvinnufulltrúi hjá Akraneskaupstað, fréttamaður og fréttaritari hjá RUV auk starfa í ferðaþjónustu sem ráðgjafi og leiðsögumaður". segir í tilkynningunni.
Björn er kvæntur Eydísi Steindórsdóttur þjónustufulltrúa.