Bjarg byggir sex íbúða raðhús á Húsavík

HMS og Norðurþing hafa samþykkt umsókn Bjargs íbúðafélags um stofnframlag vegna byggingu íbúða á Húsavík.

Bjarg byggir sex íbúða raðhús á Húsavík
Almennt - - Lestrar 321

HMS og Norðurþing hafa samþykkt umsókn Bjargs íbúðafélags um stofnframlag vegna byggingu íbúða á Húsavík.

Frá þessu segia á heimasíðu Framsýnar en lóðinni Lyngholti 42-52 hefur verið úthlutað til verkefnisins.  Þar gert ráð fyrir sex íbúðum samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bjarg mun á næstu vikum óska eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingarinnar.

Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun rekin án hagnaðarmarkmiða.  Félagið var stofnað í september 2016 af Alþýðusamband Íslands og BRSB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði.  Félagið hefur byggt rúmlega 1000 íbúðir á sl. 5 árum. Flestar íbúðirnar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur eiga aðild að Bjargi í gegnum ASÍ og BSRB. Framsýn hefur lengi barist fyrir því að Bjarg kæmi að því að byggja upp húsnæði á Húsavík fyrir tekjulágar fjölskyldur. Þess vegna ekki síst ber að fagna samstarfi aðila, HMS, Norðurþings, stéttarfélaganna og Bjargs að nú sé í burðarliðnum að byggja sex íbúða raðhús á Húsavík á komandi mánuðum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744