04. jan
Bilanasími OH og RARIKAðsent efni - - Lestrar 309
Þessi frétt er tekin af vef Orkuveitu Húsavíkur til
upplýsingar fyrir íbúa á Húsavík vegna breytinga í raforkumálum svæðisins.
„Frá og með 1. janúar síðastliðnum tók
RARIK við rafdreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur. Svæðismiðstöð RARIK á Akureyri er miðstöð fyrir þjónustu fyrirtækisins
á Norðurlandi, auk þess sem þrír starfsmenn eru staðsettir í Norðurþingi. Samvinna verður við OH í rekstri rafdreifikerfisins fyrst
um sinn. Hér eftir skal í bilanatilfellum haft samband við RARIK. Bilanavakt á Norðurlandi er í síma 528 9690.
Bilanasími Orkuveitu Húsavíkur vegna bilana í heitavatns-
og kaldavatnskerfum verður áfram í síma 464 0909.“