30. des
Bergur og Hafrún Íþróttafólk Völsungs 2015Íþróttir - - Lestrar 498
Í gær efndi Völsungur til samsætis þar sem m.a íþróttafólk sem þótt hefur skara fram úr hjá íþróttafélaginu á árinu sem er að líða var verðlaunað.
Valin voru Íþróttamaður og - kona ársins og hlutu þau Bergur Jónmundsson og Hafrún Olgeirsdóttir titlana.
Þau leika bæði knattspyrnu með meistaraflokkum félagsins og áttu góðu gengi að fagna á árinu.
Nánar verður sagt frá þessum atburði síðar.
Bergur Jónmundsson og Hafrún Olgeirsdóttir Íþróttafólk Völsungs 2015.