Bergur Jónmunds: Beint í millifóta konfektið á honum

„Ég get kannski ekki sagt að við höfum spilað flottan fótbolta í leiknum en þetta var svona baráttusigur og menn voru að leggja sig fram allstaðar á

Bergur Jónmunds: Beint í millifóta konfektið á honum
Íþróttir - - Lestrar 894

Bergur fékk að líta rauða spjaldið
Bergur fékk að líta rauða spjaldið

„Ég get kannski ekki sagt að við höfum spilað flottan fótbolta í leiknum en þetta var svona baráttusigur og menn voru að leggja sig fram allstaðar á vellinum, bæði í varnarvinnu og sókn," sagði Bergur Jónmundsson eftir leikinn í gær en hann þurfti að yfirgefa völlinn á 80.mínútu leiksins er hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

bergur1

„Fyrra gula spjaldið var alveg pottþétt en í seinna skiptið þá er togað í löppina á mér og ég fipast eitthvað til, set hælinn upp og beint á milli lappana á honum. Hann krækir höndinni í mig og þar af leiðandi lendir hællinn á mér bara beint í millifóta konfektið á honum. Dómarinn taldi þetta vera viljaverk sem það var aldrei," sagði Bergur svekktur með rauða spjaldið en hann telur heimamenn hafa verið vel volga undir það síðasta.

bergur3
                                        Bergur gengur hér svekktur af velli

„Þeir voru orðnir svolítið reiðir þarna undir lokin. Ég var bara að fara snúa mér við til þess að spyrja hvern andskotann hann hafi verið að gera en þá voru þeir brjálaðir við mig svo ég ákvað svona aðeins að draga mig niður áður en ég yrði laminn," sagði Bergur en hann var mjög ánægður með að kveðja Hveragerði í gær með fullt fang stiga.

bergur4
                                                      Það var hiti í mönnum

„Þetta var góður leikur hjá okkur, agaður varnarleikur og þeir sköpuðu sér ekki mikið. Þegar við sóttum svo hratt á þá með Haffa, Ásgeir og Tine þá áttu þeir ekki séns í þá og auðvitað Arnþór með sendingarnar sínar. Að vera komnir með sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum er auðvitað mjög gott. Þetta gefur okkur mikið að fá þessi þrjú stig í viðbót upp á framhaldið og þetta er í raun einn erfiðasti útivöllur sem þú heimsækjir," sagði Bergur að lokum en hann átti góðan leik á miðjunni í gær fyrir Völsung.

bergur2
                                                      Bergur Jónmundsson

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Heilladísirnar svifu loks um Grýluvöll
Marko og Tine: Mjög ánægðir með fyrstu mörkin


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744