Bergur Elías nýr rekstrarstjóri hafna Norðurþings

Bergur Elías Ágústsson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings.

Bergur Elías Ágústsson.
Bergur Elías Ágústsson.

Bergur Elías Ágústsson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings.

Bergur Elías er með masterspróf í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö í Noregi og hefur auk þess tekið mörg námskeið og áfanga tengda doktorsnámi í heimspeki og stærðfræði/tölvunarfræði.

Hann hefur víðtæka starfsreynslu úr sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu og var m.a. bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar 2003-2006 og Bæjar- og hafnastjóri Norðurþings 2006-2014. Hann hefur unnið sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi frá árinu 2016.

Bergur Elías er kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur. Þau búa á Húsavík og eiga sjö börn og fósturbörn sem eru flutt úr foreldrahúsum.

Fram kemur i tilkynningu að Bergur muni hefja störf hjá sveitarfélaginu í byrjun október. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744