Baráttusigur hjá stelpunum

Það var sjálfsmark gestanna sem kom eftir aukaspyrnu Hildar Önnu Brynjarsdóttur sem skildi lið Völsung og ÍH að í dag þegar þau mættust í baráttuleik á

Baráttusigur hjá stelpunum
Íþróttir - - Lestrar 170

Hildur Anna Brynjarsdóttir tekur hér aukaspyrnuna.
Hildur Anna Brynjarsdóttir tekur hér aukaspyrnuna.

Það var sjálfsmark gestanna sem kom eftir aukaspyrnu Hildar Önnu Brynjarsdóttur sem skildi lið Völsung og ÍH að í dag þegar þau mættust í baráttuleik á PCC vellinum.

"Bæng og mark. Löng og erfið fæðing var það en á endanum sannarlega sláin (smá viðkoma varnarmanns) og inn!!! 1-0 stórsigur stelpnanna okkar á ÍH, GET IN!!!

Hildur Anna Brynjarsdóttir þrykkti einni af sínum frægu aukaspyrnum lengst utan af kanti í slánna, niður í varnarmann og þaðan í netið á 83. mínútu og kom okkur þar með í forystu sem við héldum út!
 
Jafnræði var með liðunum lengst af en glæsilegur sigur á töfluna og nú stöðvar okkur ekkert!" segir á Fésbókarsíðu Græna hersins.
 
 Ljósmynd Hafþór - 640.is
 

Brooklyn Michelle Nielsen markvörður Völsungs í leiknum í dag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744