Baráttan fyrir jöfnuđi heldur áframAlmennt - - Lestrar 122
Alţjóđlegur baráttudagur hinna vinnandi stétta er runnin upp. Ţann 1. maí ber verkafólk um heim allan fram kröfur um aukin jöfnuđ og jafnrétti um leiđ og mótmćlt er ţeirri miklu misskiptingu sem ţrífst víđa um heim.
Horfir jafnframt um öxl og minnist ţeirra sigra sem áunnist hafa, en ţađ sem mestu máli skiptir er ađ líta til fram-tíđar.
Saga verkalýđsbaráttunnar er orđin löng, en sagt er ađ hún hafi ţróast samhliđa fyrstu iđnbyltingunni á síđari hluta átjándu aldar og veriđ andsvar verkalýđsins viđ verksmiđjuţrćlkun og uppgangi kapítalisma í Evrópu. Fyrstu stéttarfélögin voru stofnuđ af iđnađarmönnum á Bretlandi er verkafólk var án nokkurra réttinda á vinnumarkađi og algjörlega háđ frambođi á markađi og eftirspurn atvinnurekenda. Hugmyndin um starfsemi stéttarfélaga féll í grýttan jarđveg hjá atvinnurekendum, enda braut hún í bága viđ grundvallarkenningar frjálsrar samkeppni og stóđ í vegi fyrir frjálsri verđmyndun. Starfsemi verkalýđshreyfingarinnar ţróađist síđan sem sjálfstćtt afl sem gćtir réttinda launafólks um heim allan og hafa ađgerđir hreyfingarinnar frá fyrstu tíđ haft mikiđ ađ segja um ţróun og mótun samfélaga.
Mikilvćgi stéttarfélaga
Undir lok 19. aldar voru fyrstu stéttarfélögin stofnuđ hér á landi. Sum ţeirra entust stutt, en önnur döfnuđu og međ vaxandi međvitund íslenskrar alţýđu um sín bágu kjör efldist hreyfingin. Stéttarfélög eru einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs og hafa í gegnum tíđina barist fyrir bćttum kjörum og ađbúnađi launafólks. Í blámóđu fortíđar getum viđ greint sárafátćkt fólk reyna ađ létta af sér ţrćldómsokinu og heygja baráttu gegn arđráni og kúgun. Ţeirra barátta var knúin áfram af neyđ. Viđ sem á eftir komum njótum afraksturs fórna ţeirra, en erum kannski ekkert sérstaklega ađ velta okkur upp úr ţví hvernig ţessi réttindi eru til komin, eđa međ hvađa hćtti ţau hafa ávaxtađ sig. Ađstćđur á vinnumarkađi hafa tekiđ miklum breytingum frá upphafsárum hreyfingarinnar, en fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar litađist íslensk verkalýđsbarátta af átökum á vinnumarkađi og róstusömum ađgerđum, ţar sem kné var gjarnan látiđ fylgja kviđi. Nokkur annar háttur er hafđur á samningaviđrćđum í dag. Segja má ađ viđrćđur ađila vinnumarkađarins einkennist í stórum dráttum af faglegum vinnubrögđum, reyndar međ undantekingum ţar sem leitađ er málamiđlana. Hlutverk stéttarfélaga hefur ţví breyst í samrćmi viđ ţróun samfélagsins, en mikilvćgi ţeirra fyrir réttindagćslu og hagsmunabaráttu félagsmanna er og verđur hiđ sama og áđur. Kannski hefur einmitt aldrei veriđ mikilvćgara en nú ađ launafólk eigi sér sterka málsvara.
Fjórđa iđnbyltingin mál málanna
Flestir telja fjórđu iđnbyltinguna muni fćra okkur nýja veröld. Rauđi ţráđurinn í gegnum fyrri ţrjár iđnbyltingar hefur veriđ sjálfvirknivćđing. Ţar sem vélarafl hefur leyst vöđvaafl manna og dýra af hólmi, eđa allt frá ţví ađ gufuvélin markađi ţáttaskil í fyrstu iđnbyltingunni og var upphafiđ af iđnađi eins og viđ ţekkjum í dag. Ţađ má segja ađ ţriđja iđnbyltingin hafi kortlagt líf okkar á nýjan hátt. Farsímar, tölvur og upplýsingatćkni hafa breytt öllum siđum okkar og venjum á undra skömmum tíma.
Fjórđa iđnbyltingin sem ţegar hefur umvafiđ líf okkar viđheldur ţeirri ţróun áfram, en gengur mikiđ lengra. Hennar helstu einkenni munu verđa gervigreind, róbótatćkni, Internet hlutanna og sjálfvirknivćđing. Ţó viđ séum almennt ekki farin ađ sjá sjálfkeyrandi bíla á ţjóđvegum landsins, ţá er áhrifa byltingarinnar ţegar fariđ ađ gćta í vinnu og framleiđslu á mörgum sviđum atvinnulífsins. Tćkniframfarir hafa kollvarpađ og stóreflt alla vinnslu í sjávarútveginum og margfaldađ ţar međ útflutningsverđmćti afurđa, í verslunum hafa sjálfsafgreiđslukassar rutt sér til rúms á örfáum árum, hrađbankar hafa komiđ í stađ ţjónustufulltrúa bankana og róbótar sjá um mjaltir á mörgum kúabúum á landsbyggđinni. Og hér er einungis fátt eitt taliđ.
Launafólk ţarf sterka málsvara
Ţćr gríđarlegu breytingar sem áunnist hafa međ tćkniţróun síđustu 250 ára og ítrekađ hafa umbylt samfélögum um víđa veröld, hafa sannarlega átt sinn ţátt í ţví ađ leggja grunn ađ betri lífskjörum manna. Ţađ er engum manni fćrt ađ spá fyrir um ţađ á ţessari stundu hvort tćkniframfarir fjórđu iđnbyltingarinnar muni koma til međ fćkka störfum og ógna ţar međ lífsafkomu fólks, eđa hvort ţćr muni skapa ný og betri störf. Viđ vitum ţó nú ţegar, ađ međ aukinni sjálfvirknivćđingu minnkar ţörfin fyrir vinnandi hendur og ć fleiri starfsstéttir eru ađ úreldast. Sífellt fćkkar störfum sem ekki krefjast einhverskonar sérţekkingar, ţjálfunar eđa menntunar. Ţeir sem missa störfin viđ ţessar ađstćđur hlaupa ekki svo auđveldlega í ađra vinnu. Má ţar sérstaklega nefna fólk međ litla formlega menntun, en sá hópur er um fjórđungur fólks á vinnumarkađi. Vel ţarf ađ undirbúa bćđi launafólk og atvinnulífiđ fyrir ţessar breytingar međ aukinni frćđslu og menntun.
Kapitalískt umhverfi
En ţá erum viđ kannski ađ komast ađ kjarna málsins. Kapítalískt hugmyndakerfi hefur frá fyrstu tíđ beint fólki í ţá átt ađ grćđa sem mest af peningum án tillits til annara ţátta. Ţađ hefur ekkert breyst. Ástćđur tćkniţróunar fyrirtćkja eru ţví ekki hvađ síst tilkomnar af viđleitni eigenda ţeirra til ađ auka hagnađ sinn og arđsemi međ ţví ađ lćkka framleiđslukostnađ. Afrakstur vinnunnar skilar sér áfram í fárra manna hendur međ tilheyrandi misskiptingu. Fyrir ţađ mun verkafólk framtíđarinnar ţurfa ađ verja sinn rétt, eins og forverar ţeirra gerđu í árdaga hreyfingarinnar.
Samhliđa öđrum breytingum á vinnumarkađi hefur ţađ gerst víđa erlendis ađ verkalýđshreyfingin hefur veikst og laun ekki ţróast í samrćmi viđ aukna framleiđni og verđmćtasköpun. Verđi ţróunin hér á landi sú sama mun ţađ umhverfi sem blasir viđ kynslóđinni sem er ađ hefja störf á vinnumarkađi í dag verđa allt annađ en ţađ sem kynslóđin sem á undan tókst á viđ. Hćtt er viđ ađ aukin áhersla verđi á ýmis form skammtímaráđninga, lausamennsku eđa jafnvel í formi verktakaráđninga ţar sem fyrirtćki koma sér undan ţví ađ axla ábyrgđ á viđkomandi launamanni. Full ástćđa er til ađ hafa áhyggjur af ţessu, framtíđ verkalýđshreyfingarinnar byggir á ţví ađ hún haldi vöku sinni. Ađ hún sé sífellt á varđbergi og reiđubúin ađ ganga í takt viđ komandi breytingar í atvinnulífinu. Stćrsta áskorun hreyfingarinnar um ţessar mundir er ađ undirbúa bćđi launafólk og atvinnulífiđ fyrir ţćr miklu breytingar sem eru í vćndum á vinnumarkađi. Horfa ţarf til ţess hver stađa stéttarfélaga er og verđur gagnvart aukinni tćkniţróun og hvađa áhrif framvinda tćkninnar mun hafa á störf og samfélagiđ allt í nánustu framtíđ. Stéttarfélögin ţurfa ţví ekki einungis ađ gćta hagsmuna og mćta vćntingum núverandi félagsmanna, heldur ţurfa ţau einnig ađ horfa til framtíđar međ hagsmuni félagsmanna sinna ađ leiđarljósi.
Samtakamátturinn skiptir máli
Hér á landi er ađild fólks ađ stéttarfélögum sú mesta sem ţekkist, sem styrkir stöđu launafólks og ţar međ kjarasamningsumhverfiđ. Stéttarfélög hafa líklega aldrei haft mikilvćgari hlutverki ađ gegna en einmitt í dag, ţar sem sífellt eru gerđar auknar kröfur um ţjónustu og öflugt starf ađ kjara- og réttindamálum. Breyttir atvinnuhćttir kalla á nýjar áherslur og vinnubrögđ til framtíđar og fela í sér áskoranir, en einnig tćkifćri til ađ brjóta niđur múra og tileinka sér nýja hugsun. Sagan segir okkur ađ stéttarfélögin sem áđur voru litlar einingar í öllum landsfjórđungum hafi sameinist í stćrri fylkingar. Međ sameiningu félaganna hafa ţau eflst og sjóđir ţeirra styrkst, s.s. sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóđir. Haldi ţessi ţróun áfram munu félögin fá aukna burđi til ađ auka hagrćđingu í rekstri og öđlast meiri slagkraft, félagsmönnum til hagsbóta. Stćrđ félagsins má samt aldrei verđa til ţess ađ félagsmađurinn fjarlćgist sitt stéttarfélag.
Góđir félagar. Stéttarfélögin munu hér eftir sem hingađ til byggja á samtakamćtti fólksins sem í ţeim er á hverjum tíma. Höfum ţađ í huga nú ţegar viđ höldum hátíđlegan alţjóđlegan baráttudag launafólks. Gleymum okkur samt ekki í gleđinni og verum minnug ţess ađ „allir dagar eru baráttudagar.”
Ósk Helgadóttir,
varaformađur Framsýnar
Ađalsteinn Árni Baldursson,
formađur Framsýnar