Auður Ósk skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleik

Völsungur er áfram með fullt hús stiga í 2. deild kvenna eftir að liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum Dalvík/Reyni í gærkveldi.

Auður Ósk skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleik
Íþróttir - - Lestrar 255

Auður Ósk Kristjánsdóttir.
Auður Ósk Kristjánsdóttir.

Völsungur er áfram með fullt hús stiga í 2. deild kvenna eftir að liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum Dalvík/Reyni í gærkveldi.

Leik­ur­inn var marka­laus fram á 79. mín­útu þegar Krista Eik Harðardótt­ir skoraði fyr­ir Völsung.

Auður Ósk Kristjánsdóttir kom inn á sem varamaður í sín­um fyrsta meist­ara­flokks­leik á Íslands­móti og hún gull­tryggði heimastúlkum sig­ur­inn  með marki í upp­bót­ar­tíma leiks­ins.

Ljósmynd Hafþór

Krista Eik Harðardóttir.

Ljósmynd Hafþór

Auður Ósk Kristjánsdóttir.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744