01. jún
Auður Ósk skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleikÍþróttir - - Lestrar 255
Völsungur er áfram með fullt hús stiga í 2. deild kvenna eftir að liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum Dalvík/Reyni í gærkveldi.
Leikurinn var markalaus fram á 79. mínútu þegar Krista Eik Harðardóttir skoraði fyrir Völsung.
Auður Ósk Kristjánsdóttir kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmóti og hún gulltryggði heimastúlkum sigurinn með marki í uppbótartíma leiksins.
Krista Eik Harðardóttir.
Auður Ósk Kristjánsdóttir.