Átta Völsungar valdir í U17 landsliðinÍþróttir - - Lestrar 243
Völsungur á átta fulltrúa í U17 landsliðum Íslands í blaki en þjálfarar ungingalandsliðanna hafa valið þá lokahópa sem fara nú í október til keppni í Danmörku.
Þar taka liðin þátt í Norðurlandamóti NEVZA U-17.
Liðin munu æfa í Reykjavík 14. og 15. október nk. áður en þau halda til Ikast á mið Jótlandi þar sem mótið fer fram dagana 16.-20. október.
Konur: Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Kristey Marín Hallsdóttir, Sigrún Anna Bjarnadóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir. Þjálfari kvennaliðsins er Miguel Mateo Castrillo og honum til aðstoðar verður Ramsés Ballesteros Pinela.
Karlar: Aron Bjarki Kristjánsson, Hörður Mar Jónsson, Hreinn Kári Ólafsson og Sigurður Helgi Brynjúlfsson. Þjálfari karlaliðsins er Oscar Fernandez Celis og honum til aðstoðar verður Bjarki Benediktsson.