Atli til Norwich

Atli Barkarson hefur fært sig um set og er kominn til enska félagsins Norwich.

Atli til Norwich
Íþróttir - - Lestrar 507

Atli í leik með Völsungi í sumar.
Atli í leik með Völsungi í sumar.

Atli Barkarson hefur fært sig um set og er kominn til enska félagsins Norwich.

Atli fór fyrr á árinu á reynslu til Norwich og hefur greinilega heillað forráðamenn félagsins líkt og hann hefur heillað okkur á Húsavík. Félagaskiptin gengu í gegn núna um mánaðamótin.

Atli hefur spilað 9 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs og skorað í þeim tvö mörk. Einnig hefur hann spilað sjö leiki fyrir u-17 ára landslið Íslendinga og skorað í þeim þrjú mörk. Núna í lok ágúst lék Atli tvo leiki fyrir u-18 ára landslið Íslendinga. 

Atli hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka hér hjá Völsungi og staðið sig frábærlega í því. 

Við eigum eftir að sakna Atla en óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi. Við efumst ekki um að hann eigi eftir að gera Völsunga stolta. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744