Atli heiðraður hjá Norwich

Atli Bark­ar­son var á dög­un­um heiðraður fyr­ir frammistöðu sína í vet­ur með ung­lingaliði enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Norwich City.

Atli heiðraður hjá Norwich
Íþróttir - - Lestrar 443

Atli með verðlaunin sín..
Atli með verðlaunin sín..

Atli Bark­ar­son var á dög­un­um heiðraður fyr­ir frammistöðu sína í vet­ur með ung­lingaliði enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Norwich City.

Hann var ann­ar tveggja leik­manna í aka­demíu fé­lags­ins sem voru heiðraðir sér­stak­lega fyr­ir frammistöðu sína í lok tíma­bils­ins. 

“Verðlaunin sem ég fékk voru fyrir framúrskarandi árangur á æfingum, í námi og öllu starfi hjá akademíunni. Það er mjög góð tilfinning að fá viðurkenningu fyrir alla þá miklu vinnu sem maður hefur lagt á sig á tímabilinu.

Þetta gefur manni aukið sjálfstraust og sýnir að það skiptir miklu að leggja sig 100% fram í öllu sem maður gerir. Hvort sem það er fótbolti, námið eða allt sem við kemur akademíustarfinu”. Sagði Atli í spjalli við 640.is í morgun en hann lá þá á sundlaugarbakka á Tenerife að slaka á eftir keppnistímabilið.

Atli Barkarson

Atli ásamt eigendum Norwich, hjónunum Deliu Smith og Michael Wynn-Jones. Myndin var tekin þegar hann fékk viðurkenningarskjal eftir að hafa lokið námi í akademíu Kanarífuglanna eins og lið Norwich er kallað.

Atli Barkarson

Hluti af starfi knattspyrnumanna eru góðgerðarverk eins og að heimsækja börn á sjúkrahús og hér er Atli með tveim drengjum sem hann heimsótti ásamt fleiri leikmönnum Norwich á sjúkrahús í borginni fyrir síðustu jól.

Atli Barkarson

Atli sem er 18 ára hefur verið í röðum Norwich í tæplega tvö ár. “Þetta hefur gengið hægar en ég bjóst við áður en ég fór út en maður þarf að fara í gegnum þetta þrepakerfi sem þeir eru með. Ég hef bara fengið að kynnast því hvernig fótboltinn er hjá atvinnumannaliðum. Í vetur spilaði ég alla leiki með U18 ára liðinu þegar ég var heill. Þá fékk ég einnig tækifæri með U23 liðinu (varaliðinu) og spilaði fjóra heila leiki með þeim Ég skoraði tvö mörk í vetur og lagði upp sex í leikjum með U18 sem vinstri bakvörður” segir Atli aðspurður um hvernig málin hafi þróast hjá honum síðan hann fór út.

Atli Barkarson

Atli segist vera með skýr markmið fyrir næsta tímabil, og þau eru að spila alla leiki með U23 liðinu og bæta sig eins mikið og hann geti sem leikmaður. “Mér finnst ólíklegt að ég verði að spila með aðalliðinu en vonandi fæ ég eitthvað að æfa með þeim” Sagði Atli en eins og knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt um sigraði Norwich 1. deildina í Englandi og spilar í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Atli segir stemminguna hjá félaginu vera frábæra og mikill munur á þessu tímabili og því fyrra frá því hann kom til Norwich. Hann fór á flesta heimaleiki hjá aðalliðinu í vetur og það var gríðarlegur stemmari hjá öllum stuðningsmönnum og allir jákvæðir. Það skili sér í akademíuna ef aðalliðinu gengur vel því þetta smitar frá sér út um allan klúbbinn og borgina einnig.

Atli Barkarson

Atli í leik með Völsungi sumarið 2017 en hann byrjaði að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára gamall.

Atli kemur heim til Húsavíkur í sumarfrí en býst ekki við miklum rólegheitum því hann þurfi að halda sér við efnið. “Það eru gerðar kröfur á okkur leikmenn um að koma til baka í almennilegu standi og tilbúna að hefja æfingar á fullu” sagði Atli að lokum og bað fyrir bestu kveður til félaga sinna í Völsungi sem eru að hefja baráttuna í 2. deidinni hér heima.

Atli Barkarson

Atli á sam­tals 24 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. 

Atli Barkarson

Atli á yngri flokkamóti á Húsavík árið 2010.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744