27. jan
Atli Barkar til SönderjyskEFólk - - Lestrar 178
Danska úrvalsdeildarfélagið SönderjyskE hefur keypt varnarmanninn öfluga, Atla Barkarson, frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Reykjavík.
Atli spilaði frábærlega á liðnu tímabili og átti stóran þátt í því að Víkingur vann bæði deild og bikar.
Atli, sem er tvítugur að aldri og uppalinn Völsungur, spilaði einnig vel fyrir U21 landslið Íslands ásamt því að leika sína fyrstu A-landsleiki nýlega.
Atli er ekki fyrsti Völsungurinn til að ganga til liðs við SönderjyskE því Hallgrímur Jónasson lék með liðinu um nokkurra ára skeið.