21. jún
Áslaug Munda til FinnlandsÍþróttir - - Lestrar 458
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Völsungs hefur verið valin í landsliðshóp U-16 kvenna sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Oulu í Finnlandi dagana 29. júní - 7. júlí.
Á heimasíðu Völsungs segir að Áslaug Munda sé vel að þessu komin. Hún sé búin að æfa vel og leggja sig alla fram í þeim verkefnum sem hún hafi fengið hjá félaginu og verið öðrum til fyrirmyndar.
Þess má til gamans geta að Hildur Þóra Hákonardóttir sem einnig er í hópnum er með Völsungsblóð í æðum, dóttir Hákonar Hrafns Sigurðssonar og Þórhöllu Gunnarsdóttur.
Hópinn má sjá hér en þjálfari liðsins er Jörundur Áki sveinsson.