02. nóv
Ásgeir Kristjánsson valinn í æfingahóp HSÍÍþróttir - - Lestrar 384
Ásgeir Kristjánsson markmaður hjá Völsungi hefur verið valinn í æfingahópur drengja fæddir 1998 hjá HSÍ.
Fyrsta æfingin er föstudaginn 2.nóvember í Kaplakrika og verður æft alla helgina. Ásgeir er einn af fjórum markmönnum sem verða á æfingunum.
Það er ánægjuefni fyrir handboltan hjá Völsungi að eiga fulltrúa á meðal þeirra bestu í þessum aldursflokki og vonum við að fleiri fylgi í kjölfarið. (volsungur.is)