Ásgeir Ingi Íslandsmeistari í bogfimi á nýju Íslandsmeti

Ásgeir Ingi Unnsteinsson úr UMF Eflingu Reykjadal setti glæsilegt Íslandsmet í U21-flokki á Íslandsmeistaramóti ungmenna og öldunga í bogfimi sem fram fór

Ásgeir Ingi fyrir miðju að skoða árangurinn.
Ásgeir Ingi fyrir miðju að skoða árangurinn.

Ásgeir Ingi Unnsteinsson úr UMF Eflingu Reykjadal setti glæsilegt Íslandsmet í U21-flokki á Íslandsmeistaramóti ungmenna og öldunga í bogfimi sem fram fór á Stóra-Núpi við Selfoss í fyrradag.

Ásgeir sló 506 stiga meti sem var nýlega sett á Norðurlanda-meistarmótinu með skorið 567 stig á 70 metrum. 

Frá þessu segir á vefnum Archery.is þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin.

Ásgeir vann líka gullið í útsláttarkeppni á móti Oliver Ingvarssyni og um leið Íslandsmeistaratitilinn í U21 flokki í bogfimi með sveigboga utanhúss.

Árangur Ásgeirs á mótinu var besta skorið í sveigboga á mótinu á öllum fjarlægðum. Í dag er keppt í opnum flokki á mótinu og er er Ásgeir meðal keppenda þar.

Sjá nánar frá mótinu hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744