Ársreikningur Norđurţings og stofnana fyrir áriđ 2024

Fyrri umrćđa um ársreikning Norđurţings fyrir áriđ 2024 fór fram í sveitarstjórn Norđurţings í Sjóminjasafni Húsavíkur í gćr, 3. apríl 2025.

Ársreikningur Norđurţings og stofnana fyrir áriđ 2024
Fréttatilkynning - - Lestrar 32

Fyrri umrćđa um ársreikning Norđurţings fyrir áriđ 2024 fór fram í sveitarstjórn Norđurţings í Sjóminjasafni Húsavíkur í gćr, 3. apríl 2025.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri gerđi grein fyrir ársreikningnum og helstu lykiltölum á fundinum.

Rekstrarafkoma samstćđu Norđurţings

Tekjur eru verulega hćrri en áćtlun gerđi ráđ fyrir og eru um 8,3% hćrri en raunin var áriđ 2023. Skatttekjur eru umtalsvert hćrri en áriđ á undan og hćkka um liđlega 7,8% á milli á ára. Tekjur jöfnunarsjóđs eru hćkka um 7,4% á milli ára.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 6.825 milljónum króna samkvćmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir rekstrartekjum ađ fjárhćđ 6.262 milljónum króna. 

Rekstrartekjur A hluta námu 5.718 milljónum króna en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir rekstrartekjum ađ fjárhćđ 5.306 milljónum króna.

Rekstrarniđurstađa sveitarfélagsins samkvćmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvćđ um 388 milljónir króna en samkvćmt fjárhagsáćtlun var gert ráđ fyrir 71 milljóna króna neikvćđri rekstrarniđurstöđu.

Rekstrarniđurstađa A hluta er jákvćđ um 232 milljónir króna en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir jákvćđri rekstrarniđurstöđu ađ fjárhćđ 83 milljónir króna. 

Eigiđ fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.211 milljónum króna samkvćmt efnahagsreikningi, en ţar af var eigiđ fé A hluta um 2.233 milljónir króna. 

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 3.806 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 320 stöđugildum í árslok.

Íbúafjöldi Norđurţings í árslok 2024 var 3.114 og fjölgađ um 33 frá fyrra ári.

Skuldahlutfall samstćđu samkvćmt núgildandi reglum um fjárhagsleg viđmiđ sveitarfélaga lćkkađi nokkuđ, fór úr 65% áriđ 2023 niđur í 63% í árslok 2024. Lćkkunin er tilkomin vegna aukinna tekna og engin ný langtímalán voru tekin á árinu. 

Í máli Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra kom fram ađ heilt yfir er reksturinn svipađur og áriđ áđur og skilar íviđ meiri rekstrarafgangi en áriđ 2023. Rekstur er krefjandi um ţessar mundir, bćđi miklar framkvćmdir fyrirhugađar á ţessu ári og verulegar hćkkanir tengdar ný gerđum kjarasamaningum, ţannig ađ ţađ ţarf bćđi ađ sýna skynsemi og aga í rekstrinum áfram.

Samkvćmt lögum ber ađ fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og fer síđari umrćđa fram ţann 8. maí 2025, ţar sem stađfesting sveitarstjórnar á ársreikningnum er fyrirhuguđ.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744