Ársreikningur Norđurţings og stofnana fyrir áriđ 2023

Sveitarstjórn Norđurţings tók ársreikning Norđurţings og stofnana sveitarfélagsins fyrir áriđ 2023 til fyrri umrćđu á fundi sínum ţann 4. apríl 2024.

Sveitarstjórn Norđurţings tók ársreikning Norđurţings og stofnana sveitarfélagsins fyrir áriđ 2023 til fyrri umrćđu á fundi sínum ţann 4. apríl 2024.

Samkvćmt lögum ber ađ fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og fer síđari umrćđa fram ţann 2. maí nk.

Rekstrarafkoma samstćđu Norđurţings
Rekstur samstćđunnar gekk vel og nokkru betur en gert hafđi veriđ ráđ fyrir. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 6.508 milljón króna samkvćmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir rekstrartekjum ađ fjárhćđ 6.004 milljónum króna.

Rekstrartekjur A hluta námu 5.284 milljónum króna en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir rekstrartekjum ađ fjárhćđ 4.709 milljónum króna.

Rekstrarniđurstađa sveitarfélagsins samkvćmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvćđ um 195 milljónir króna en samkvćmt fjárhagsáćtlun var gert ráđ fyrir 192 milljóna króna neikvćđri rekstrarniđurstöđu.

Rekstrarniđurstađa A hluta var jákvćđ um 190 milljónir króna en fjárhagsáćtlun gerđi ráđ fyrir neikvćđri rekstrarniđurstöđu ađ fjárhćđ 133 milljónir króna. Eigiđ fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.511 milljónum króna samkvćmt efnahagsreikningi, en ţar af var eigiđ fé A hluta um 1.743 milljónir króna.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 3.594 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 317 stöđugildum.

Íbúafjöldi Norđurţings í árslok 2023 var 3.200 og fjölgađ um 45 frá fyrra ári.

Skuldahlutfall samstćđu samkvćmt núgildandi reglum um fjárhagsleg viđmiđ sveitarfélaga fór úr 67% áriđ 2022 niđur í 65% í árslok 2023.

Í framsögu Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra kom m.a. fram ađ í heild skilar Norđurţing góđum ársreikningi en reksturinn er krefjandi. Óvissu um kjarasamninga veriđ eytt ađ mestu en framundan er endurskođun á gjaldskrám sveitarfélagsins sem snúa ađ barnafjölskyldum og fólki í viđkvćmri stöđu.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744