Arna Védís í æfingahópi A-landsliðsins í blakiÍþróttir - - Lestrar 246
Landslið Íslands hafa reglulega tekið þátt í Novotel Cup síðustu ár en mótið er æfingamót sem haldið er af blaksambandi Lúxemborgar.
Að þessu sinni fer mótið fram dagana 3.-5. janúar og taka lið Lúxemborgar, Íslands, Englands og Skotlands þátt.
Borja Gonzalez Vicente og Ana Maria Vidal Bouza, þjálfarar kvennalandsliðs Íslands, hafa nú sett saman 24 manna æfingahóp og er Völsungurinn Arna Védís Bjarnadóttir í honum.
Hópurinn samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestri
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Matthildur Einarsdóttir, HK
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þróttur Nes
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Afturelding
Amelía Rún Jónsdóttir, Þróttur Nes
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, KA
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Hylte Halmstad
Kristina Apostolova, Afturelding
Helena Kristín Gunnarsdóttir, KA
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Arna Védís Bjarnadóttir, Völsungur
Auður Líf Benediktsdóttir, Vestri
María Rún Karlsdóttir, Afturelding
Gígja Guðnadóttir, KA
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
María Gunnarsdóttir, Þróttur Reykjavík
Hanna María Friðriksdóttir, HK
Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur Reykjavík
Æfingar fara fram dagana 27.-30. desember og haldið verður út á nýársdag, þann 1. janúar 2020.