Arna Benný og Harpa leika međ Völsungi í sumar

Völsungur hefur gengiđ frá samningum viđ Hörpu Ásgeirsdóttur og Örnu Benný Harđardóttur um ađ leika međ meistaraflokki kvenna í knattspyrnu tímabiliđ 2019.

Arna Benný og Harpa leika međ Völsungi í sumar
Íţróttir - - Lestrar 440

Völsungur hefur gengiđ frá samningum viđ Hörpu Ásgeirsdóttur og Örnu Benný Harđardóttur um ađ leika međ meistaraflokki kvenna í knattspyrnu tímabiliđ 2019.

Ţćr spiluđu báđar međ liđinu á síđasta tímabili og eru reynslumestu leikmenn liđsins.

 

Harpa er 32 ára miđju- og sóknarmađur.  Hún hefur spilađ 146 leiki međ meistaraflokki Völsungs og skorađ 52 mörk.  Samtals hefur hún spilađ 156 leiki í efstu deild en hún hefur einnig spilađ međ KR, Aftureldingu og Ţór/KA/KS.  Harpa var fyrirliđi liđsins síđasta sumar og skipar stóran sess í liđinu bćđi innan vallar sem utan.

Arna Benný er 30 ára varnarmađur.  Hún hefur spilađ 94 leiki međ meistaraflokki Völsungs og skorađ 6 mörk.  Hún hefur spilađ 125 leiki í efstu deild en fyrir utan Völsung spilađi hún međ Hömrunum og Ţór/KA nokkur tímabil.  Arna Benný var einn af lykilmönnum liđsins síđasta sumar ţar sem hún spilađi sem miđvörđur.  Hún var valin í liđ ársins í 2. deild kvenna eftir síđasta tímabil.

Í frétt á heimasíđu Völsungs segist John Andrews ţjálfari meistaraflokks kvenna vera mjög ánćgđur međ undirskriftir ţessara reyndu og mikilvćgu leikmanna. Hann segir ađ Harpa og Benný séu frábćrar bćđi innan vallar sem og í búningsklefanum.  Einnig séu ţćr miklar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn okkar hér á Húsavík.

Hann hlakkar til ađ tímabiliđ byrji en nú er Lengjubikarinn ađ fara af stađ hjá stelpunum og verđur fyrsti leikur sunnudaginn 24. mars n.k. viđ Sindra/Einherja í Fjarđarbyggđahöllinni á Reyđarfirđi.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744