02. sep
Anna María ráðin verkefnastjóri búsetuAlmennt - - Lestrar 487
Ráðningu í starf verkefnastjóra búsetu við Félagsþjónustu Norðurþings er nú lokið og hefur Anna María Þórðardóttir verið ráðin í starfið.
Anna María er fædd og uppalin á Húsavík. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands árið 2009, hún hefur starfað í fötlunarmálum í 19 ár bæði á Íslandi og í Bretlandi.
Hún hefur víðtæka reynslu af búsetumálum fatlaðra og hefur starfað sem forstöðumaður á sambýlinu Pálsgarði frá árinu 2011.
Anna María tekur við starfinu af Dögg Stefánsdóttur sem horfið hefur til annarra starfa. (nordurthing.is)