23. júl
Anna María Íslandsmeistari í trissubogaÍþróttir - - Lestrar 186
Anna María Alfreðsdóttir heldur áfram að gera það gott í bogfimi en um helgina var haldið Íslandsmót á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Anna María, sem keppir fyrir ÍF Akur, gerði sérlítið fyrir og vann kvennaflokkinn í trissboga og varð Íslandsmeistari aðeins 17 ára gömul.
Hér má lesa allt um mótið en þess má geta að faðir Önnu Maríu, Alfreð Birgisson, varð í þriðja sæti í trissubogakeppni karla en hann keppir einnig fyrir ÍF Akur.