Anna María Alfreðsdóttir stendur sig vel í bogfimiÍþróttir - - Lestrar 340
Anna María Alfreðsdóttir, 17 ára stúlka ættuð frá Húsavík, hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir góðan árangur í bogfimi.
Anna María, sem er dóttir Alfreðs Birgissonar og Brynju Drafnar Tryggvadóttir sem búa á Akureyri, keppir fyrir ÍF Akur.
Síðastliðinn laugardag fór fram annað Stóra Núps meistarmótið af þrem í ár en það var haldið að Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi.
Þar stóð Anna María sig frábærlega og sigraði trissuboga kvennaflokkinn með gífurlegum yfirburðum og setti m.a tvö Íslandsmet.
Lesa má allt um mótið og árangur hennar hér
Þess má geta Alfreð faðir hennar tók gullið í trissuboga karla á mótinu.
Bogfimifeðginin Anna María og Alfreð Birgisson.
Ljósmynd aðsend.