21. maí
Anna Gunnarsdóttir nýr þjónustufulltrúi NorðurþingsAlmennt - - Lestrar 426
Anna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustu-fulltrúa hjá Norðurþingi.
Anna er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og BA próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem safnvörður, upplýsingafulltrúi, verslunarstjóri, rekstrarstjóri og nú síðast sem leiðbeinandi á leikskóla.
Anna hefur því fjölbreytta og víðtæka reynslu af ýmsum störfum sem mun koma til með að nýtast henni í starfi þjónustufulltrúa.
Frá þessu segir í tilkynningu frá Norðurþingi þar sem Anna er boðin velkomin til starfa.