Ályktun frá stéttarfélögunum í ŢingeyjarsýslumAđsent efni - - Lestrar 477
Ályktunum niðurskurð á framlögum til HÞ
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fordæma glórulausar tillögur stjórnvalda um niðurskurð til reksturs Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Þessar tillögur lýsa algeru þekkingarleysi ríkisvaldsins á staðháttum, starfsemi og starfssvæðinu sem nær yfir báðar Þingeyjarsýslurnar eða um 17% af landinu. Með þessum aðgerðum er ríkisvaldið að lama svæðið og þrengja verulega að búsetuskilyrðum heimamanna, við slíkt verður aldrei, aldrei unað!
Starfsfólk og skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hafa þegar tekið á sig verulegar skerðingar undanfarin misseri og mega ekki við meiru. Heimamenn munu ekki kyngja þessum áformum hávaðalaust heldur sporna við með öllum tiltækum ráðum, hér er um líf og dauða byggðarinnar að tefla!
Stéttarfélögin hvetja Þingeyinga til að flagga í hálfa stöng á fimmtudaginn og fjölmenna á borgarafund á Fosshótel Húsavík, sama dag, klukkan 17:00. Með því sýna þeir samstöðu í verki gegn áformum stjórnvalda. Ef allir leggjast á árarnar tekst að koma í veg fyrir að þessi aðför að Þingeyingum gangi eftir.
Húsavík 5. október 2010
Framsýn- stéttarfélag Þingeyinga
Þingiðn- félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum
Starfsmannafélag Húsavíkur
Verkalýðsfélag Þórshafnar