Ályktun frá aðalfundi Samfylkingarinnar í Þingeyjarsýslu haldinn á Húsavík 5.feb. 2011Aðsent efni - - Lestrar 218
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu leggur áherslu á að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um að beita sér fyrir rannsóknum og orkuöflun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslu til atvinnusköpunar á svæðinu.
Í því sambandi fagnar Samfylkingin í Þingeyjarsýslu þeim áherslum sem koma fram í nýútkominni sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar „Ísland 2020“ Þar segir á bls.9:
„Auðlinda og orkustefna á að grundvallast á sjálfbærni og miða að því að efla öryggi og velferð samfélagsins og skila því ávinningi og um hana þarf að ríkja víðtæk sátt til langs tíma“
Félagið mótmælir því ákvörðun stjórnvalda um algjöra friðun Gjástykkis. Það er í andstöðu við íbúa og sveitarfélög sem fara með skipulagsvald á svæðinu og telja hana því ekki til þess fallna að skapa „víðtæka sátt“
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu leggur áherslu á að virða skuli rétt íbúa til nýtingar endur-nýtanlegra auðlinda til sjálfbærrar þróunar í nærliggjandi sveitarfélögum,bæði efnahags- og samfélagslega.
Þess má geta að á undaförnum árum hefur þróun íbúafjölda í Þingeyjarsýslu verið neikvæð. Þá þróun má rekja til þess að störfum í frumvinnslugreinum hefur fækkað og tekjur sveitar-félaganna standa tæpast undir nauðsynlegri grunnþjónustu.
Samfylkingin í Þingeyjarsýslu