Ályktanir frá Héraðsnefnd ÞingeyingaAðsent efni - - Lestrar 477
Á fundi Héraðsnefndar Þingeyinga 18. Nóvember sl. voru samþykktar þrjár ályktanir sem varða hagsmuni héraðsins. Þær eru eftirfarandi:
REFIR.
Héraðsnefnd Þingeyinga átelur harðlega þau vinnubrögð ríkisvaldsins að ákveða einhliða að hætta endurgreiðslu verðlauna fyrir unninn ref. Nefnd ákvörðun bitnar mest á fámennum landstórum sveitarfélögum og til framtíðar litið hefur engan sparnað í för með sér. Fjárveitingarvaldið er því hvatt til að endurskoða ákvörðun sína.
SAMEINING SÝSLUMANNS- OG LÖGREGLUEMBÆTTA.
Héraðsnefnd Þingeyinga hvetur ríkisvaldið til að íhuga vandlega þær afleiðingar sem sameining sýslumann- og lögregluembætta á landsbyggðinni hefur í för með sér. Viðbúið er að slík sameining bitni helst á jarðarbyggðum landsins með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þingeyjarsýslur eru víðfemasta lögregluumdæmi landsins og sá mannafli sem heldur uppi lögum og reglu annar engan vegin þeim verkefnum og þeirri þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á.
Fjárhagur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
Héraðsnefnd Þingeyinga skorar á fjárveitingavaldið að tryggja grunnrekstur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga með því að fallast á beiðni félagsins um framlag á fjárlögum líkt og verið hefur frá árinu 2005 þar til á yfirstandandi ári. Umrædd fjárveiting er í raun forsenda þess að unnt sé að halda úti ásættanlegri grunnstarfsemi hjá félaginu sem hefur þurft að búa við það að deila grunnframlagi með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.