Álftanes á toppinn

Völsungur tók á móti Álftanesi í Úrvalsdeild kvenna á Húsavík í dag. Fyrir leikinn var Áftanes í 2. sćti međ 20 stig og Völsungur í 4. sćti međ 16 stig.

Álftanes á toppinn
Íţróttir - - Lestrar 122

Völsungar verjast.
Völsungar verjast.
Völsungur tók á móti Álftanesi í Úrvalsdeild kvenna á Húsavík í dag. Fyrir leikinn var Áftanes í 2. sćti međ 20 stig og Völsungur í 4. sćti međ 16 stig. 
 
Leikurinn fór jafnt af stađ en í stöđunni 5-5 í fyrstu hrinu tóku Völsungar á flug og sigldu jafnt og ţétt fram úr Álftanesi sem áttu ekki svör viđ sterkri sókn og vörn heimastúlkna. Völsungur klárađi fyrstu hrinu 25-13.
 
Í hrinu tvö snerist dćmiđ viđ og Álftanes var yfir allan tímann og klárđi hrinuna 17-25. Völsungar áttu frumkvćđiđ í byrjun ţriđju hrinu en Álftanes jafnađi í 5-5 og létu forystuna ekki af hendi út alla hrinuna sem endađi 20-25 fyrir gestina.
 
Fjórđa hrina var spennandi og jöfn allt ţar til í stöđunni 19-20 fyrir Álftanes ađ gestirnir skelltu í lás og kláruđu síđustu 5 stigin og unnu hrinuna og leikinn ţar međ 1-3. 
 
Álftanes tekur ţví öll 3 stigin međ sér frá Húsavík og tyllir sér međ ţví á topp úrvalsdeildarinnar međ 23 stig. 
 
Stigahćstar í liđi Völsungs voru Nikkia Benitez međ 20 stig og Ana Rita Branco međ 14 stig og í liđi Álftanes voru ţađ Michelle Traini međ 23 stig og Sladjana Smiljanic međ 10.
 
Ljósmynd Hafţór - 640.is
 
Ljósmynd Hafţór - 640.is
 
Ljósmynd Hafţór - 640.is
 
Ljósmynd Hafţór - 640.is
 
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744