Agnar r Hilmarsson-A vera saklaus sakaur um jfnaAsent efni - - Lestrar 1047
Á sunnudeginum er síðan hringt í mig og ég spurður að
því hvort ég viti um fartölvu í eigu leikfélagsins sem var í húsnæðinu þar sem tónleikarnir fóru fram. Neitaði
ég að vita um tölvuna en mundi þó eftir að hafa séð hana á borðinu og við kveðjumst. Fimm mínútum síðar hringir
Ása Gísladóttir í mig, hellir sér yfir mig og segir orðrétt að ég hafi 10 mínútur til þess að skila tölvunni
lýkur símtalinu fljótlega eftir það. Fimm mínútum síðar hringir síðan Hjálmar Bogi Hafliðason í mig með
skömmum og dónaskap rétt eins og Ása hafði sýnt mér í símtali sínu. Eftir að hafa hlustað á Hjálmar Boga bið
ég hann að hafa samband við lögregluna enda kærði ég mig ekki um að liggja undir þessum ásökunum. Ég skyldi hins vegar
aðstoða lögregluna eins og ég gæti þegar hún hefði samband.
Síðar fæ ég símtal frá Hreiðari löggu og ekkert
mál enda ekkert óðeðlilegt við að ég lægi undir grun þar sem ég var staddur á staðnum. Málið gekk síðan sinn
eðlilega farveg nema hvað að svo virðist sem nokkrir meðlimir í LH hafi verið búnir að ákveða að ég hefði tekið tölvuna.
Hefur meðlimur í leikfélaginu sagt mér hvernig talað var um mig innan þess hóps. Enda leið ekki á löngu frá því að
ég fékk fyrsta símtalið frá Ásu og þar til farið var að spyrja mig á Facebook hvort ég hefði tekið tölvuna.
Þá sá ég að einhverjir meðlimir í LH höfðu ákveðið að ég hefði tekið vélina og væru á
góðri leið með að eyðileggja mannorð mitt á Húsavík.
Grunnskólakennarar og fullorðið fólk hagaði sér þarna ekki eins og fullorðnu fólki sæmir. Það sem mér þykir verst
við þetta allt saman er hversu fljótt sú saga dreifðist að ég hefði stolið vélinni og var ég að heyra það frá
fólki bæði innan fjölskyldu minnar og annarra. Persónulega segi ég að meðlimir leikfélagsins gátu sjálfum sér um kennt að
vélin hvarf enda skilur maður ekki svona tæki eftir á glámbekk þegar aðrir eru að vinna í húsinu.
Tölvan komst síðan um síðir í leitirnar og hvað lögregluna á Húsavík varðar er ég laus allra mála enda saklaus af
þjófnaði þeim sem á mig hafði verið borinn. Hafði lögreglan gert samning við þann sem tók vélina að ef hann skilaði
henni þá yrðu engir eftirmálar. Lögreglan hafði samband við meðlimi LH sem vita að ég tók ekki vélina en hafa ekki gert mikið
í að leiðrétta söguna. Enginn hefur haft samband við mig og beðið mig afsökunar. Nema Hjálmar Bogi sem heyrði í mér
áður en málið var endanlega upplýst og er þannig séð gott á milli okkar.
Þrátt fyrir að sakleysi mitt hafi verið sannað ganga enn sögur um sekt og undir þeim er vont að sitja. Vona ég að þessar línur
mínar verði til þess að hreinsa nafn mitt í eitt skipti fyrir öll.
Agnar Þór Hilmarsson.