Afmælishátíð á Vestmannsvatni

Í ár eru liðin 45 ár frá vígslu sumarbúðanna við Vestmannsvatn og 50 ár frá stofnun Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti (ÆSK). Af því tilefni verður

Afmælishátíð á Vestmannsvatni
Aðsent efni - - Lestrar 156

Í ár eru liðin 45 ár frá vígslu sumarbúðanna við Vestmannsvatn og 50 ár frá stofnun Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti (ÆSK). Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn þann 22. ágúst næstkomandi. 

 

Opið hús verður á milli kl. 12:00 og 17:00 þar sem fólki gefst tækifæri til þess að skoða húsakynnin og njóta umhverfisins.  Við kirkjumiðstöðinna eru leiktæki, trampólín, körfuboltavöllur, fótboltavöllur og að sjálfsögðu bátar.

Kl. 14:00 verður haldin messa í safnaðarsal sumarbúðanna þar sem sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup, mun vígja nýtt altari sem gefið er til minningar um sr. Pétur Þórarinsson, en hann var einn af frumkvöðlum starfseminnar að Vestmannsvatni.  Í tengslum við það mun vígslubiskup einnig helga altarisdúk.  Sr. Þorgrímur Daníelsson, sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Svavar Jónson munu flytja stuttar hugvekjur þar sem minnst verður sögu og hlutverks sumarbúðanna.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti að messu lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir!

Stjórnin.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744