Adriana kom í dag en NG Explorer afboðar.

Í morgun kom skemmtiferðaskipið M/V Adriana öðru sinni til hafnar á Húsavík á þessu sumri en annars hafa breytingar orðið á áætluðum komum

Adriana kom í dag en NG Explorer afboðar.
Almennt - - Lestrar 550

Adriana lætur úr höfn í dag.
Adriana lætur úr höfn í dag.

Í morgun kom skemmtiferðaskipið M/V Adriana öðru sinni til hafnar á Húsavík á þessu sumri en annars hafa breytingar orðið á áætluðum komum skemmtiferðaskipa hingað í sumar.

 

Að sögn Stefáns Stefánssonar hafnarvarðar mun M/V Prince Albert II sem átti að vera hér að morgni 26. júlí koma degi fyrr, verða hér kl. 6:30 þann 25. júlí. Þá hefur M/V NG Explorer sem átti að vera hér að morgni 1. ágúst afboðað komu sína. Stefán hafnarvörður segir ástæðu þess vera síhækkandi olíuverð, skipið hefði átt að koma hér og sigla síðan til Akureyrar.

Í sparnaðarskyni hefur hins vegar verið ákveðið að sigla beint inn á Eyjafjörð og keyra farþegunum í skoðunarferðir austur í Þingeyjarssýslur. Því munu einungis tvö skip koma til Húsavíkur  þetta sumarið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744