Aðalsteinn Jóhann þjálfar karlalið Völsungs og Bjarki Baldvins honum til aðstoðar

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson hefur tekið við sem aðalþjálfari karlaliðs Völsungs og honum til aðstoðar verður Bjarki Baldvinsson.

Bjarki Baldvins og Alli Jói að lokinni undirskrift
Bjarki Baldvins og Alli Jói að lokinni undirskrift

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson hefur tekið við sem aðal-þjálfari karlaliðs Völsungs og honum til aðstoðar verður Bjarki Baldvinsson.

Í tilkynningu segir að þetta sé ungt og efnilegt þjálfara-teymi sem Völsungar bindi miklar vonir við.
 
Aðalsteinn hefur stýrt liðinu til bráðabirgða það sem af er vetri og staðið sig með mikilli prýði.
 
Aðalsteinn gerir 2ja ára samning um þjálfun meistaraflokka bæði karla- og kvennaliða Völsungs meðan Bjarki gerir samning út útistandandi tímabil. Alli hefur þjálfað börn og unglinga allt sitt líf og meistaraflokk kvenna síðastliðin þrjú tímabil með fínum árangri. Bjarki er tiltölulega nýr í þjálfun en hokinn af leikreynslu.
 
„Verkefnið er stórt og mikið en ég er fullur tilhlökkunar á að takast á við það. Leikmannahópar liðanna eru, eins og svo oft áður hér á Húsavík, mjög ungir en klárlega mjög spennandi líka,“ sagði Aðalsteinn við undirskrift.
 
Aðalsteinn er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs með 262 leiki í deild og bikar, en það er einmitt eingöngu Bjarki sem er honum leikjahærri með 292 leiki. Bjarki hefur í þeim skorað 47 mörk og Alli 35 mörk. Það er því mikil leikreynsla sem tekin er við liðinu.
 
„Það að fá Bjarka inn í þetta er geggjað. Við þekkjumst vel eftir að hafa spilað saman þó nokkuð marg leiki og erum á sömu bylgjulengd með hvernig við viljum sjá boltann spilaðan. Sumarið verður hrikalega skemmtilegt og vonandi munu sem flestir styðja við bakið á liðunum okkar, mæta á völlinn og þannig hjálpa meistaraflokkunum okkar að gera þetta sumar sem eftirminnilegast,“ segir Aðalsteinn en knattspyrnuráð lýsir yfir mikilli ánægju með þessa ráðningu og munu þjálfarar og ráð leitast eftir því í hvívetna að fylgja gildum Völsungs og afreksstefnu.

Frekari fréttir af knattspyrnuliðum félagsins eru svo væntanlegar á næstunni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Bjarki og Alli Jói sælir við undirskrift.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744