Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 23. febrúar og hefst hann kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar
Almennt - - Lestrar 35

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 23. febrúar og hefst hann kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, kosningar og önnur mál. Þá verður ferðaáætlun Norðurslóðar 2011 kynnt.

Gestir fundarins verða þeir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.

Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar tvær kvikmyndir eftir Pétur Steingrímsson kvikmyndagerðarmann og göngugarp.

Fyrri myndin er tekin í göngu á Hvannadalshnúk vorið 2010 og heitir: Hæsti tindurinn heillar.

Pétur tók þátt í hinni hefðbundnu hvítasunnugöngu FÍ. Hópurinn hreppti einmuna gott veður og fyrir vikið náðust myndir sem teljast mega einstæðar því varla munu dæmi um að kvikmyndagerðarmenn hafi áður borið tækjabúnað sinn upp á hæsta fjall landsins. Inn í myndina er fléttað sögu fjallganga á Öræfajökli og myndin sýnir mannlíf og stemmningu í hinum vinsælu Hvannadalshnúksgöngum.

Seinni myndin er tekin í gönguferð hóps úr Garðabæ eftir Jökulsárgljúfrum sumarið 2004. Þar eru það fossandi vötn, brumandi skógar og fagur gróður sem fanga auga myndavélarinnar, ólíkt ís og hjarni Hvannadalshnúks.

Fundurinn er öllum opinn, allir eru hjartanlega velkomnir.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744