A-lið Goðans vann sig upp í þriðju deild

Loksins loksins. Það tókst ! Það tókst loksins að koma A-liði Goðans upp í 3. deild eftir langa og stranga baráttu í 4. deild.

A-lið Goðans vann sig upp í þriðju deild
Íþróttir - - Lestrar 153

Loksins loksins. Það tókst ! Það tókst loksins að koma A-liði Goðans upp í 3. deild eftir langa og stranga baráttu í 4. deild. 

Þannig hefst frétt á heimasíðu skákfélagsins Goðans sem segir frá afrekum félagsins á Íslandsmóti skákfélaga nýlega.

A-liðið fékk 10 stig og 26,5 vinninga sem dugði í annað sætið í 4 deild á eftir KR-C, sem vann deildina með fullu húsi stiga.

B-lið Goðans átti frábæran endasprett og endaði í 9. sæti með 6 stig og 21 vinning, sem gerir 3 vinningar að jafnaði í hverri umferð. Árangur B-liðsins er athyglisverður, enda sveitin mjög þétt og lítill styrkleikamunur á efsta og neðsta borði í flestum umferðunum.

Lesa nánar á heimasíðu Goðans


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744