31 nýstúdentar brautskráðust frá Laugum

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á laugardaginn sl. og voru 31 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum.

31 nýstúdentar brautskráðust frá Laugum
Almennt - - Lestrar 150

Brautskráning Framhalds-skólans á Laugum fór fram á laugardaginn sl. og voru 31 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþrótta-húsinu á Laugum.

Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson með 9,36 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðný Alma Haraldsdóttir með 9,14 í einkunn.

Eldri afmælisárgangar fjölmenntu á brautskráninguna, en skólinn hefur ekki getað haldið hefðbundna brautskráningu sl. 2 ár vegna kóvíd.

Á vef skólans eru eldri Laugamönnum þökkuð vináttan og tryggð við staðinn og þeim þakkað kærlega fyrir gjafirnar sem þau færðu skólanum og fyrir að sækja Laugar heim.

Að brautskráningu lokinni var gestum boðið í kaffiveitingar í Gamla skóla, og voru rúmlega 300 manns sem þáðu boðið og drukku kaffi saman.

Ljósmynd - Aðsend

Meðfylgjandi mynd var fengin líkt og fréttin af heimasíðu Framhaldsskólans á Laugum og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744