26. sep
2016 stefnir í að verða besta ár í sögu HvalasafnsinsAlmennt - - Lestrar 339
Vel hefur gengið á Hvalasafninu í sumar og haust og sl. föstudag kom gestur númer 34.000 í ár á safnið.
Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður og fékk hann miða á safnið, bókagjöf og tösku merkta safninu af þessu tilefni.
Á heimasíðu safnsins segir að þótt aðsókn hafi minnkað frá því sem var á háannatímanum í júlí og ágúst hefur verið góður gangur nú í september. Árið 2016 stefnir því í að verða eitt hið besta í sögu safnsins.