24. feb
106 sóttu um tvær lausar stöður hjá Persónuvernd á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 471
Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki á nýja starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík.
Auglýst var eftir einum lögfræð-ingi og einum sérfræðingi í þjónustuver.
Umsóknarfrestur var til 8. febrúar sl.
Fram kemur í tilkynningu Persónuverndar að alls hafi 28 sótt um stöðu lögfræðings og 78 um stöðu sérfræðings.
Verið er að vinna úr umsóknum en fyrirséð er að ráðningarferlið taki nokkrar vikur.