*Ţingeyskir hálfvitapáskar*

Ljótu hálfvitarnir halda í heimahagana um páskana eins og undanfarin ár. Ađ ţessu sinni vígamóđir eftir ađ hafa lokiđ upptökum á annarri plötu

*Ţingeyskir hálfvitapáskar*
Ađsent efni - - Lestrar 370

Ljótu Hálfvitarnir.
Ljótu Hálfvitarnir.

Ljótu hálfvitarnir halda í heimahagana um páskana eins og undanfarin ár. Að þessu sinni vígamóðir eftir að hafa lokið upptökum á annarri plötu sinni.Tvennir tónleikar verða haldnir í Þingeyjarsýslu að þessu sinni.

 

Þriðja árið í röð gleðja Hálfvitarnir göngumóða píslarvotta með tónleikum í Skjólbrekku í Mývatnssveit á föstudaginn langa. Tónleikarnir hefjast kl.21.30 og standa sjálfsagt framundir miðnætti, enda liggur Hálfvitum mikið á hjarta um þessar mundir. Efnisskráin verður blanda af forsmekk af næstu plötu og tóndæmum af þeirri gömlu.

Á laugardagskvöldinu kl. 21.30 verður síðan svipaður háttur hafður á í sal Hótels Húsavíkur.

Miðaverð á báða viðburðina er 1.500 kr. Miðasala við innganginn verður opnuð klukkutíma áður en skemmtunin hefst.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744