Völsungur Íslandsmeistari 1. deildar eftir öruggan sigur á BF

Völsungur varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna í blaki í dag eftir öruggan sigur á FB.

Völsungur Íslndsmeistari í 1. deild. Lj. úr safni.
Völsungur Íslndsmeistari í 1. deild. Lj. úr safni.

Völsungur varð Íslands-meistari í 1. deild kvenna í blaki í dag eftir öruggan sigur á FB.

Völsungur sigraði fyrri leikinn sem fram fór á Húsavík sl. mánudag.

Blakfréttir.is segja svo frá:

Annar leikur liðanna fór fram á Siglufirði í dag og það var strax ljóst að Völsungur ætlaði sér að klára dæmið. Gestirnir frá Húsavík áttu ótrúlegan kafla í upphafi leiks og náðu 0-14 forystu í fyrstu hrinu. BF lagaði stöðuna örlítið þegar leið á hrinuna en Völsungur vann auðveldlega, 10-25. BF náði að hanga betur í Völsungi í annarri hrinu en engu að síður vann Völsungur sannfærandi, 20-25, og leiddi 0-2 í leiknum.

Nokkuð jafnara var í þriðju hrinunni en Völsungur var skrefinu á undan. Það var svo um miðja hrinuna sem Völsungur stakk af og náði mest 9 stiga forystu áður en BF minnkaði muninn lítillega. Völsungur átti ekki í vandræðum með eftirleikinn og vann hrinuna 16-25, og leikinn þar með 0-3. Völsungur tryggði sér því annan sigurinn í úrslitunum og er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna árið 2021. Frábær árangur hjá ungu liði Völsungs sem hlýtur að horfa til Mizunodeildarinnar fyrir næsta tímabil.

640.is óskar Völsungum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þakkar fyrir góða skemmtun í vetur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744