Þekktu rauðu ljósin - Ljósagangan 2023

Eins og undanfarin ár mun Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis efna til ljósagöngu miðvikudaginn 29. nóvember kl 17.

Þekktu rauðu ljósin - Ljósagangan 2023
Aðsent efni - - Lestrar 176

Eins og undanfarin ár mun Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis efna til ljósagöngu miðvikudaginn 29. nóvember kl 17.

Gangan hefst við Húsavíkurkirkju þar sem séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir mun flytja stutt ávarp. Gengið verður upp í Skrúðgarð í miðbæ Húsavíkur, þar sem kakó og piparkökur verða í boði í og við Kvíabekk. Þar mun Karen Elsu - Bjarnadóttir, sálfræðingur,  flytja erindi sem tengist málefninu. 

Hvetjum við öll sem láta sig þetta málefni varða að mæta í Ljósagönguna.

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í þessu 16 daga átaki. Undanfarin ár hefur sjónum verið beint að margskonar birtingarmyndum ofbeldis. Má þar nefna: Andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi. Í ár er sérstök áhersla lögð á að hlúa að andlegri heilsu til að auka viðspyrnumátt gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er leitt af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt, hefst ár hvert 25. nóvember og lýkur 10. desember, sá dagur er tileinkaður alþjóðlegum mannréttindum og er jafnframt alþjóðadagur Soroptimista. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins og á að tákna bjartari framtíð. Soroptimistar eru samtök kvenna vítt og breitt um veröldina sem hafa það að markmiði m.a. að vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa, jafnrétti, þróun og friði. Það samræmist því vel markmiðum okkar að taka þátt í vitundarvakningu um nauðsyn þess að ,,þekkja rauðu ljósin og hafna kynbundnu ofbeldi“. 

Soroptimistar á Húsavík og í nágrenni þakka öllum þeim sem studdu þetta átak einnig með því að kaupa blóm. Ágóði af blómasölunni 2023 mun renna til Samtaka um kvennaathvarf á Akureyri og Bjarmahlíðar,Akureyri, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.  

Hjálplegar vefsíður: 

Neyðarlínan – 112 aðstoðar í neyð, segðu frá, ofbeldi er alls konar

Samtök um kvennaathvarf – Kvennaathvarfið 

Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis – Ráðgjöf – Stuðningur – Fræðsla (bjarmahlid.is)

aflidak.is – Samtök fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.

Aðsend

EN

In the context of the Orange Campaign 2022 & 2023, Soroptimist International of Europe and UN Women will raise awareness of the signs of a toxic relationship that will most likely end badly, in the form of physical violence.

We believe that violence should not happen in the first place and that it can be prevented by knowing the warning signs.

The Soroptimist Club of Húsavík and surrounding will hold a vigil line Wednesday 29. November at 17hours, starting from the church. After a few words of pastor Sólveig Halla Kristjánsdóttir the march will continue through Húsavík and end at Kvíabekk, in the park. The Psychologist Karen-Elsu Bjarnadóttir will talk about gender-based violence. Everyone is welcome to talk about the importance of stopping gender-based violence and the awareness of the signs of a toxic relationship over a cup of hot chocolate and gingerbread.

Looking forward to seeing you there!

The Soroptimists are a global volunteer movement from women for women with the aim to empower women, advocate for human rights, gender equality and peace. “Read the signs- Soroptimist focus on prevention” is an annual international campaign lead by UN Women from 25th November until 10. December. Last year the focus was set on the various forms of violence while this year’s emphasis is on mental health within toxic relationships.

If you need to talk to someone.... (North Iceland)

https://www.112.is/en/abuse-in-close-relationships

https://www.kvennaathvarf.is/?lang=en 24h telephone service, women’s shelter in Akureyri

Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Families’ justice centre for survivors of violence

aflidak.is - Association for victims of sexual or domestic violence.

Aðsend

PL

W ramach Orange Campaign 2022 & 2023, organizacje ''Soroptimist International of Europe'' i ''UN Women'' będą podnosić świadomość na temat objawów toksycznego związku, który często kończy się przemocą fizyczną. Wierzymy, że przemocy można uniknąć, poprzez rozpoznawanie sygnałów ostrzegawczych. Klub Soroptimist z Húsavíku i okolic organizuje w środę, 29 listopada, o godzinie 17:00 wieczorny marsz, który rozpocznie się przy kościele. Po krótkim przemówieniu pastorki Sólveig Halla Kristjánsdóttir, marsz przejdzie przez Húsavík, kończąc się w Kvíabekk, w parku. Psycholog Karen-Elsu Bjarnadóttir przedstawi informacje na temat przemocy ze względu na płeć. Zapraszamy wszystkich do rozmowy na temat ważności powstrzymywania przemocy związanej z płcią i zwiększania świadomości objawów toksycznego związku przy filiżance gorącej czekolady i piernikach. Czekamy na spotkanie z Wami!

Soroptimistki to globalny ruch wolontariacki kobiet dla kobiet, mający na celu wzmocnienie pozycji kobiet, promowanie praw człowieka, równości płci i pokoju. "Read the signs - Soroptimist focus on prevention" to coroczna międzynarodowa kampania prowadzona przez UN Women od 11 listopada do 10 grudnia. W ubiegłym roku skupiono się na różnych formach przemocy, podczas gdy w tym roku nacisk położono na zdrowie psychiczne w toksycznych związkach.

Jeśli chcesz z kimś porozmawiać... (Islandia Północna)

Kvennaathvarfið, Akureyri: tel: 561-1205Pomor telefinicza w przypadku zagrozenia (112) 

https://www.112.is/pl/przemoc-w-najblizszym-otoczeniu 

bjarmahlid@bjarmahlid.is.  551-2520 Centrum dla Ofiar Przemocy Rodziny Centrum Sprawiedliwości dla Ofiar Przemocy

AFLIÐ – Akureyri  tel: 461-5959. Stowarzyszenie na rzecz ofiar przemocy seksualnej lub domowe


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744