22. jan
Sveitarstjórn Norðurþings sendir hlýjar kveðjur og styrk til íbúa GrindavíkurAlmennt - - Lestrar 73
Í upphafi fundar sveitarstjórnar Norðurþings í síðustu viku las Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri upp eftirfarandi kveðju sveitarstjórnar Norðurþings til Grindvíkinga:
Sveitarstjórn Norðurþings sendir hlýjar kveðjur og styrk til íbúa Grindavíkur og samúðarkveðjur til þeirra sem hafa misst. Einnig til kollega sinna í bæjarstjórn Grindavíkur sem horfa fram á forsendubrest og algera óvissu um framtíðaráform.
Sveitarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leggjast á eitt með að finna sem allra fyrst lausnir sem tryggja íbúum Grindavíkur heimili og nauðsynlegan stuðning við þessar erfiðu aðstæður sem eru uppi.