Raufarhöfn fái meiri byggðakvóta

Stjórn Framsýnar krefst þess í ályktun að Raufarhöfn verði úthlutaður meiri kvóti í gegnum byggðakvóta.

Raufarhöfn fái meiri byggðakvóta
Almennt - - Lestrar 54

Stjórn Framsýnar krefst þess í ályktun að Raufarhöfn verði úthlutaður meiri kvóti í gegnum byggðakvóta.

Þurfi eitthvert byggðalag á auknum aflaheimildum að halda sé það Raufarhöfn sem geti ekki treyst á annað atvinnulíf s.s. ferðaþjónustu eða laxeldi sem hefur gjörbreytt mörgum sjáfarþorpum víða um land til batnaðar.

Ályktunin er eftirfarandi:

„Framsýn stéttarfélag fer fram á hámarksúthlutun fyrir Raufarhöfn hvað varðar úthlutun byggðakvóta til byggðar­ laga á fiskveiðiárinu 2024/2025. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum fær Raufarhöfn óbreytta úthlutun á milli ára eða 164 tonn, en hámarksúthlutun almenna byggðakvótans til einstaka byggðarlaga er hins vegar 285 tonn.

Það ætti enginn að þurfa að efast um mikilvægi þess fyrir íbúa Raufarhafnar að fá aukna hlutdeild í byggðakvótanum. Efnahagslegur ávinningur fyrir litlar sjávarbyggðir með úthlutun byggðakvóta, bæði úr almenna og sértæka kerfinu liggur fyrir. Byggðakvóta er ætlað að stuðla að jöfnuði og jafnrétti milli sveitarfélaga á Íslandi, þaðan sem sjávar­ útvegur er stundaður.

Að mati Framsýnar stéttarfélags er aukin byggðakvóti ein besta byggðaaðgerðin fyrir Raufarhöfn sem lengi hefur verið í vörn og ekki getað treyst á fjölbreytt atvinnulíf, fiskeldi eða vaxandi ferðaþjónustu líkt og þekkist víða í hinum dreifðu byggðum landsins.

Til upprifjunar má geta þess að Raufarhöfn var eitt fyrsta byggðarlagið á Íslandi sem fór í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir.“ Byggðakvótinn sem veittur var til Raufarhafnar í gegnum verkefnið styður við markmið um úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða sem eru í vörn og þar sem fólksfækkun hefur verið viðvarandi vandamál. Því miður hefur kvótinn sem Raufarhöfn hefur fengið í gegnum verkefni sem þetta dregist verulega saman sem eru mikil vonbrigði. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún vilji hleypa nýju lífi í hafnir landsins með því að efla strandveiðar. Það hlýtur einnig að eiga við um sjávarpláss sem treysta á byggðakvóta. Þar er þörfin mest að mati Framsýnar stéttarfélags, það er að tryggja þeim sem eiga allt sitt undir því að byggð haldist á stað eins og Raufarhöfn auknar aflaheimildir í formi byggða­ kvóta, landverkafólki og sjómönnum til hagsbóta.“


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744